Guitar Poetry, sálin í listinni, Guðrún frystihúsastúlka, Nesbær og SÚN
Í vor kom út platan Guitar Poetry úr smiðju Mikaels Mána Ásmundssonar. Á plötunni túlkar Mikael hráar og persónulegar tilfinningar einn með gítarinn að vopni. Stíll hans er ljóðrænn og er hann undir miklum áhrifum frá söngvaskáldum þó að tónlistin sé alfarið án texta.
Nína Þorbjörg Árnadóttir sendir okkur pistilinn, en að þessu sinni er hún að velta fyrir sér sálinni í list á tímum gervigreindar og tilraunum tónskáldsins Davids Cope.
Guðrún Steina Gamalíelsdóttir var fædd 1937 á Stað í Grindavík og starfaði við fiskvinnslu í Grindavík frá fimmtán ára aldri, og alla tíð, eða þar til hún hætt að vinna árið 2004. Guðrún lést í mars á þessu ári. Við heyrum viðtal við hana sem hljómaði í þættinum Frystihússtúlkurnar í umsjón Rósu Margrétar Húnadóttur árið 2008.
Frumflutt
6. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.