Tengivagninn

Norðanpaunk, Seigla og Þykjó

Ægir Sindri Bjarnason segir okkur frá dagskránni á Norðanpaunk í ár, tónlistarhátíð sem verður haldin um helgina á Laugarbakka. Sigríður Sunna Reynisdóttir kemur og segir frá verkefninu Þykjó, sem er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Og svo rifjum við upp viðtal við tvo meðlimi hljómsveitarinnar Graveslime frá því í fyrra.

Í seinni hluta þáttar ræðum við við aðstandendur söng- og kammerhátíðarinnar Seiglu og fáum pistil frá fjölmiðlakonunni Snærósu Sindradóttur um minni, gleymsku og Helförina.

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,