Geimfarar á Íslandi, delirium lunaris, varúlfar og tíðahringurinn
Þáttur dagsins er helgaður tunglinu.
Við veltum tunglförunum og tunglferðunum fyrir okkur hér í fyrri hluta þáttar, ræðum við Ingólf Ásgeir Jóhannesson um æfingar geimfara á Íslandi 1965 og1967, heyrum tungltónlist og söguna af Wernher von Braun, manninum sem fann upp Saturn V flaugina sem kom geimförunum alla leið á áfangastað.
Í síðari hlutanum eru merking og máttur tunglsins svo í fyrirrúmi, Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda segir okkur frá varúlfum og þjóðtrú tengdri tunglinu, við eldum fyrir ykkur tunglsúpu með hráefni úr kistu Ríkisútvarpsins og ræðum við Heru Sigurðardóttir um tunglathafnir, tíðahringinn og áhrif tunglsins á líðan okkar.
Frumflutt
20. júlí 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.