Við hittum Steinunni Gunnlaugsdóttur, myndlistakonu, fyrir framan gluggagalleríið í Bolholti 6. Þar stendur yfir sýningin Gunbla, og mun gera út sumarið. Gluggakistan er blá, og í henni standa hvítmálaðar kókflöskur í gleri. Á flöskurnar hafa orðin Nie og Wieder verið handmáluð.
Gréta Sigríður Einarsdóttir mætti á opnun sýningarinnar Á leiðarenda, sem er á listasafni Samúels í Selárdal. Þar sýna þeir Þorvaldur Jónsson og Loji Höskuldsson, en þeir eru í hópi listamanna sem taka þátt í listahátíð sem haldin var þann 19.-21. júlí í tilefni þess að 140 ár eru liðin frá fæðingu Samúels Jónssonar.
Og að lokum höldum við upp á Skaga, á heimildamyndahátíðina IceDocs. Bjarni Daníel ræðir við leikstjóra myndinarinnar The Stimming Pool, Steven Eastwood.
Frumflutt
25. júlí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.