Tengivagninn

Sigtryggur Baldursson, Shelley Duvall, Ars Longa

Bandaríska leikkonan Shelley Duvall lést 7. júlí síðastliðinn, 75 ára aldri. Duvall reis upp á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum þegar hún lék í nokkrum myndum í leikstjórn Robert Altman sem hún átti í farsælu samstarfi við lengi vel á ferli sínum. Þekktasta hlutverk Duvall er þó eflaust sem Wendy Torrance í kvikmynd Stanley Kubrick The Shining frá 1980. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir kom í heimsókn í Tengivagninn og ræddi feril og arfleifð Shelley Duvall.

Ásgeir H. Ingólfsson menningarblaðamaður og menningarsmyglari var staddur í tékknesku borginni Karlovy Vary, á samnenfndri kvikmyndahátíð sem var haldin 28. júní -6. júlí. Þar Ásgeir fjölbreytt úrval kvikmynda sem hann hefur gert skil í pistlum í Tengivagninum. Það er komið fjórða og seinasta pistlinum frá hátíðinni, þessu sinni er jaðarsett fólk til umfjöllunar.

Við heimsækjum samtímalistasafnið Ars Longa í Djúpavogi. Fyrir safninu standa myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon, íbúar íbúar í Djúpavogi. semstanda baki. Og í sumar stendur þar sýningin Rúllandi snjóbolti. Rætt er við Þór Vigfússon.

Sigtryggur Baldursson er einna helst þekktur fyrir tónlist sína - á níunda og tíunda áratugnum vakti hann athygli með hljómsveitum á borð við Þey, Sykurmolana, Kukl, og svo mætti lengi telja - en hefur líka um langt skeið komið fram undir listamannsnafninu Bogomil Font, sem er eins konar austantjalds djass-krúnera-hliðarsjálf.

Frumflutt

24. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,