Við hefjum þáttinn á heimsókn í Hamraborgina, þar var pönk um helgina á Hamraborg Festival sem gladdi marga en angraði einhverja. Gerð voru skemmdarverk á verkinu Andskotans hávaði, kakófóníu Curvers Thoroddsen sem hann vann upp úr 8 íslenskum pönklögum.
Viktor Pétur Hannesson rekur Listheima í Súðavogi. Það er ekki bara vinnustofa heldur líka gallerí, innrömmun og verkstæði. Við lítum við hjá honum og heyrum af verkum sem Kristín gunnlaugsdóttir hefur unnið inn í ramma Viktors.
Í síðari hlutanum heimsækjum við svo Sveinssafn í Krýsuvík þar sem listmálarinn Sveinn Björnsson kom sér fyrir með vinnustofu á seinni hluta ævi sinnar. Sveinn Björnsson var fæddur árið 1925 í Hafnafirði og byrjaði ungur að starfa við sjómennsku en á ákveðnum tímapunkti í lífi sínu fékk hann vitrun, úti á Halamiðum, og ákvað í kjölfarið að segja skilið við sjóinn og helga líf sitt listagyðjunni.
Frumflutt
29. ágúst 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.