Tengivagninn

Velkomin heim, fiðlusónötur Eugene Ysaÿe, þjóðlagahátíð og Marvara

Við helgum okkur tónlist af ýmsum toga í þætti dagsins. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræðir við Tuma Torfason trompetleikara og tónskáld sem numið hefur erlendis en heldur tónleika í Hörpu á tónleikaröðinni Velkomin heim.

Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari gaf á dögunum út plötu með fiðlusónötum Eugene Ysaÿe. Hún segir okkur frá tónskáldinu, verkunum og einleikshlutverkinu.

Síðari hluti þáttar er svo tileinkaður Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Gunnstein Ólafsson fer yfir dagskránna og eys úr viskubrunni sínum um þennan sprellifandi menningararf og belgíska/danska/sænska partífolksveitin Marvara kíkir í heimsókn og við heyrum nokkur lög.

Frumflutt

5. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,