Gjörningarþrenna í Dölunum, Just Stop Oil og Pétur Gunnars í Proust-prófi
Gjörningarþrenna til minningar um myndlistarmanninn Hrein Friðfinnsson fer fram í Dölunum, fæðingarstað Hreins. Undir lok júní var gengin mæðuveikisganga og um næstu helgi verður opnuð sýning á verkum Hreins í félagsheimilinu Árbliki, og svo verður sveitaball í félagsheimilinu Röðul á Skarðsströnd þann 17.ágúst. Halla Harðardóttir ræðir við Ragnheiði Gestsdóttur, Sigurði Guðmundssyni og Hrafnhildi Helgadóttur.
Við fjöllum um fjöldahandtökur á aðgerðarsinnum í Bretlandi úr röðum Just Stop Oil samtakanna. Hlaðvarpsþættirnir Burn Wild úr smiðju BBC fjalla um loftslagsmál þar sem sögð er saga tveggja umhverfisverndarsinna á flótta undan yfirvöldum sem sögð eru vera umhverfishryðjuverkamenn. Við ræðum við Þorgerði Maríu formann Landverndar um umhverfismótmæli og beinar aðgerðir.
Í síðari hluta þáttarins ætlum við að ræða við Pétur Gunnarsson rithöfund og þýðanda. Hann fær að svara nokkrum spurningum úr samkvæmisleik sem gjarnan er kenndur við franska rithöfundinn Marcel Proust. Við ræðum við Pétur um lestur og Proust, Hobbes og heimsmálin.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Frumflutt
3. júlí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.