Tengivagninn

LungA, heimsókn í Framnes, afskræming, fegurð og dauði

Tómas Ævar Ólafsson færir okkur sendingu frá Seyðisfirði, þaðan sem hann er staddur. Listahátíðin LungA er þar í fullum gangi þessa dagana með öllum sínum viðburðum og vinnusmiðjum og hápunkturinn, sjálf tónleikahátíðin, verður svo um helgina. En þetta verður í síðasta sinn sem LungA fer fram.

Lóa Björk Björnsdóttir hefur líka verið á ferð um Austurland, og í þætti dagsins heyrum við frá heimsókn hennar til mæðgnanna Önnu og Írisar á Framnesi við Berufjörð.

Ásgeir H. Ingólfsson, menningarsmyglari, heldur áfram rýna í það markverðasta sem varð á vegi hans á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í sumar.

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,