Tengivagninn

Listasafnið á Akureyri, ægifegurð og Queer Situations

Tengivagninn í dag hringir norður á Listasafnið á Akureyri. Þar sem tvær stórar sumarsýningar opnuðu í júní. Önnur þeirra kallast Er þetta norður?, og var sett upp í tengslum við listahátíð í Reykjavík. Hin samsýningin er STRANDED W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO MORE THAN THIS, EVEN sem samanstendur af verkum unnum í mismunandi miðla sem öll fjalla um eða tengjast hvölum á einn eða annan hátt. Halla Harðardóttir hringdi í sýningarstjórann, Freyju Reynisdóttir.

Við grömsum í kistu ríkisútvarpsins. Árið 2002 gerði María Anna Þorsteinsdóttir nokkra þætti um tengsl sjómennsku og bókmennta. Við ætlum grípa niður í þriðja þætti þar sem fjallað er um skáldsöguna Togarasaga með tilbrigðum eftir Hafliða Magnússon sem kom fyrst út árið 1981 og Hjalti Rögnvaldsson les brot úr verkinu.

Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur mikinn áhuga á bókmenntum og heimspeki og er í U18 landsliðinu í körfubolta. Fjóla flytur okkur pistil um ægifegurð, eldfjöll og hugmyndir Edmund Burke.

Síðari hluti Tengivagnsins fer í ræða hinsegin bókmenntahátíðina Queer Situations sem haldin verður í fyrsta sinn dagana 22. - 24. ágúst. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir. Þær koma til okkar og segja frá tilurð og tilgangi hátíðarinnar og segja frá athyglisverðustu bókum þeirra höfunda sem verða gestir á hátíðinni.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

2. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,