Sögur af landi: Endurlit

28. þáttur

Þáttur frá 23. október 2016: Ferðaþjónusta Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli. Í þessum þætti er þemað ferðaþjónustan. Fréttamenn og dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins tekur hús á fólki sem starfar við ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Farið verður í ísbúð í Bláskógabyggð, talað við vestfirska skútukalla sem segjast vera með fljótandi fjallakofa, rabbað við umhverfisvæna gistiheimilshaldara í Aðaldal og rætt við hvalfangara sem elta norðurljós og úthella engu blóði í Eyjafirði.

Dagskrárgerð: Halla Ólafsdóttir, Snæfríður Ingadóttir, Dagur Gunnarsson og Ágúst Ólafsson.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,