Sögur af landi: Endurlit

9. þáttur

Þáttur frá 21. nóvember 2015: Í þættinum er fjallað um menningarstarf á landsbyggðinni. Litið inn í menningarrýmið Kaktus á Akureyri, spjallað við útgefendur Menningarpésans á Vestfjörðum, fjallað um menningarástandið á Héraði og rætt við aðstandanda Bræðslunnar á Borgarfirði Eystra. Rætt við menningarfulltrúa Eyþings og styrkþega þar.

Viðmælendur: Brák Jónsdóttir Áki Sebastian Frostason Anne Balanant Áskell Heiðar Ásgeirsson Thelma Hjaltadóttir Ásgeir Hvítaskáld Þórhallsson Unnar Geir Unnarsson Þráinn Lárusson Ragnheiður Jóna Ingólfsdóttir Eyþór Ingi Jónsson

Umsjón: Þórgunnur Oddsdóttir Aðrir umsjónarmenn: Freyja Dögg Frímannsdóttir, Ágúst Ólafsson, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson.

Tónlist: Í umfjöllun um Kaktus ómar tónlist eftir Pitenz

Frumflutt

1. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Þættir

,