Sögur af landi: Endurlit

21. þáttur

Þáttur frá 16. apríl 2016: Sagðar verða sögur úr sveitum landsins í þættinum en við fjöllum um bændur á ofanverðri 21. öld. Við hittum Berglindi Häsler bónda á Karlsstöðum í Berufirði og fáum vita allt um fyrirtækið Havarí og heyrum söguna á bakvið ákvörðun tveggja listaspíra úr 101 Reykjavík flytja út á land til yrkja jörðina. Við segjum frá bændum og samfélagsmiðlum en SnapChat verkefnið „Ungur bóndi“ hefur vakið nokkra athygli og eru „reyndir bændur“ komnir með sína SnapChat-rás sem ferðast á milli bæja þannig hver bær fær viku til segja frá hinu og þessu í búrekstrinum. Við ræðum framtíð landbúnaðar við Jónu Björgu Hlöðversdóttur, bónda á Björgum við Skjálfanda, en hún er jafnframt varaformaður Samtaka ungra bænda sem stofnuð voru 2009. Þá kíkjum við í fjárhúsin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit og ræðum við Þórð Júlíusson, bónda, um þróun búskapar á staðnum.

Viðmælendur: Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað, Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi og varaformaður Samtaka ungra bænda, Berglind Häsler bóndi á Karlsstöðum í Berufirði, Ásta Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.

Dagskrárgerð: Ágúst Ólafsson, Jón Knútur Ásmundsson og Rögnvaldur Már Helgason

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

24. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,