Sögur af landi: Endurlit

13. þáttur

Þáttur frá janúar 2016: Í þættinum skoðum við áhrif veðurs og annarra náttúruhamfara á samfélög og mannfólkið en við erum alltaf reglulega minnt á við megum okkur lítils gegn náttúruöflunum þegar þau láta á sér kræla. Í þættinum er fjallað um þær skemmdir sem urðu austur á landi í miklum veðurofsa milli jóla- og nýárs. Við heyrum gamlar fréttaupptökur sem hljóðritaðar voru í janúar 1976 þegar mikill jarðskjálfti skók Kópasker og heyrum nýtt viðtal við Friðrik Jónsson, fyrrum oddvita Presthólahrepps, sem upplifði ósköpin. Í þættinum er jafnframt rætt við Ragnhildi Guðmundsdóttur, sálfræðing, sem rannsakað hefur sálræn áhrif náttúruhamfara.

Viðmælendur: Ragnhildur Guðmundsdóttir, sálfræðingur. Marinó Stefánsson, sviðsstjóri hjá Fjarðabyggð. Friðrik Jónsson, fyrrum oddviti í Presthólahreppi. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur. Jóhannes Þórarinsson, íbúi í Kelduhverfi. Friðrikka Jónasdóttir, íbúi í Kelduhverfi. Guðrún Jónsdóttir, íbúi í kelduhverfi. Indriði Þröstur Gunnlaugsson, íbúi í Kelduhverfi.

Umsjónarmenn: Jón Knútur Ásmundsson Brynjólfur Þór Guðmundsson.

Frumflutt

29. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,