Sögur af landi: Endurlit

18. þáttur

Þáttur frá 19. mars 2016 - Rætt er við vöruhönnuðinn Almar Alfreðsson á Akureyri sem m.a. er þekktur fyrir lágmyndir sínar af Jóni Sigurðssyni forseta. Við hittum systrateymið Ölfu og Rán Freysdætur sem reka hönnunarfyrirtækið Grafit á Djúpavogi, heimsækjum Þórunni Eymundardóttur listakonu á Seyðisfirði og Maríu Rut Dýrfjörð sem stundar grafíska hönnun á Akureyri.

Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson, Brynjólfur Þór Guðmundsson og Þórgunnur Oddsdóttir.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

3. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,