Sögur af landi: Endurlit

22. þáttur

Þáttur frá 23. apríl 2016: Í þættinum heimsækjum við leikhópa víðsvegar um landið en víða finna virka leikhópa er setja reglulega upp sýningar sem meira og minna eru algerlega á herðum áhugafólks, sem er tilbúið leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu til halda lífi í slíku starfi í samfélaginu. Við heimsækjum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað þar sem er verið æfa leikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Við kynnum okkur Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði sem er í hópi öflugustu áhugaleikfélaga landsins. Þá förum við vestur en þar er heldur betur mikið um vera í leiklistinni því tvö leikrit verða frumsýnd 23. apríl. Litli leikklúbburinn frumsýnir Rauðhettu, eftir Sveinbjörn Ragnarsson, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Kómedíuleikhúsinu frumsýnir leikritið Daðrað við Shakespeare í félagsheimilinu í Bolungarvík.

Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson, Ágúst Ólafsson og Halla Ólafsdóttir.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,