Sögur af landi: Endurlit

4. þáttur

Í þessum þætti var rifjuð upp umfjöllun um ferðamenn og fangaklefa frá árinu 2015. Spurt var hvort við ráðum við allan þennan fjölda ferðamanna sem kemur til landsins? Hvað gerist t.d. þegar ferðamenn á Djúpavogi finna ekki salerni? Við heyrum hvernig sambýli íbúa og ferðamanna í Mývatnssveit gengur og ræðum við sérfræðing hjá Rannsóknarstofu ferðamála og framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Í síðari hluta þáttarins er Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík heimsótt.

Frumflutt

27. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Þættir

,