Sögur af landi: Endurlit

12. þáttur

Þáttur frá 9. janúar 2016: Í þættinum verður fjallað um minnisvarða frá hinum ýmsu sjónarhornum. Við veltum fyrir okkur hvað minnisvarðar- og reitir segja um samfélögin okkar og menningu og við skoðum þýðingu þeirra fyrir aðstandendur en fjöldi minnismerkja sem tileinkuð eru mannskæðum áföllum og slysum hefur aukist mjög á seinni árum og áratugum.

Viðmælendur eru Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar, Hákon Guðröðarson, leiðsögumaður og framkvæmdastjóri, Karl Sigurðsson, fyrrum skipstjóri, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Ína Dagbjört Gísladóttir.

Umsjónarmenn: Jón Knútur Ásmundsson, Ágúst Ólafsson, Halla Ólafsdóttir.

Frumflutt

22. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,