Sögur af landi: Endurlit

14. þáttur

Þáttur frá 6. febrúar 2016: Í þættinum ætlum við skoða kóra víðsvegar um landið. Við kynnumst þessum samfélögum sem kórar eru og skoðum hvað það er sem dregur fólk svona félagsstarfi. Við mætum á æfingar hjá Sunnukórnum á Ísafirði og Kirkjukór Reyðarfjaðar og kynnum okkur öflugt starf Kammerkórs Norðurlands. Kórinn er skipaður menntuðu tónlistarfólki víðsvegar af Norðurlandi.

Umsjónarmenn: Jón Knútur Ásmundsson, Þórgunnur Oddsdóttir og Halla Ólafsdóttir.

Viðmælendur: Pálmi Óskarsson, söngvari á Akureyri. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, söngvari á Akureyri. Gillian Haworth, kórstjórnandi á Reyðarfirði. Guðmundur Bjarnason, söngvari á Reyðarfirði. Gunnar Th. Gunnarsson, söngvari á Reyðarfirði. Rakel Kemp, söngvari á Reyðarfirðu. Gunnar Hrafn Gunnarsson, söngvari á Reyðarfirði. Dagný Arnalds, kórstjóri á Ísafirði. Jens Kristmannsson, söngvari á Ísafirði. Páll Gunnar Loftsson, söngvari á Ísafirði. Linda Björk Pétursdóttir, formaður Sunnukórins. Pétur Ernir Svavarsson, söngvari á Ísafirði.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,