Sögur af landi: Endurlit

20. þáttur

Þáttur frá 2. apríl 2016: Það dynja á okkur fréttir af allskyns hörmungum alla daga ársins. Stríð, hryðjuverk, náttúruhamfarir og stórslys svona svo það helsta nefnt. Í þættinum ætlum fjalla um heimsviðburðina og hvernig þeir hreyfa við tilfinningalífi okkar. Við ræðum m.a. við húsmóður á Reyðarfirði, heimsækjum nemendur í samfélagsfræði við Glerárskóla á Akureyri, kynnum okkur sjónarhorn sálfræðinnar á áhrif fréttaflutnings á sálarlíf ungs fólks og ræðum við Birgi Guðmundsson, stjórnmálafræðing.

Viðmælendur: Björgvin Valur Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði. Orri Smárason, sálfræðingur. Sigrún Birna Björnsdóttir, foreldri á Reyðarfirði. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur. Helga Halldórsdóttir, kennari á Akureyri.

Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson, Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ágúst Ólafsson.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

17. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,