Sögur af landi: Endurlit

2. þáttur

Rifjaðar eru upp sögur frá árinu 2015. Í fyrri hluta þáttarins er umfjöllunarefnið lýðheilsa. Er hreyfing alltaf holl? Rætt er við Sigurbjörn Árna Arngrímsson íþróttafræðing og litið inn á æfingu hjá Hlaupahérunum á Egilsstöðum. Einnig er fjallað um aukin áhuga landans á hjólreiðum og slegist í för með félögum í hjólreiðafélagi Akureyrar. Í síðari hluta þáttarins er fylgst með sjósetningu á fyrsta alíslenska björgunarbátnum.

Umsjónarmenn:

Freyja Dögg Frímannsdóttir

Þórgunnur Oddsdóttir

Rúnar Snær Reynisson

Dagur Gunnarsson

Viðmælendur:

Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Silja Þórunn Arnfinnsdóttir

Eyþór Hannesson

Vilberg Helgason

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Björn Jónsson

Kári Logason

Bogi Baldursson

Ólafur Atli Sigurðsson

Björn Einarsson

Frumflutt

13. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Þættir

,