Sögur af landi: Endurlit

5. þáttur

Þáttur frá október 2015: Í október árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á Flateyri þar sem 20 manns létu lífið. Margir björguðust úr flóðinu enda lögðust allir á eitt. Hermann Þorsteinsson var einn þeirra björgunarmanna sem komu á vettvang frá Ísafirði. Hann býður til göngu þar sem hann segir frá atburðunum frá sjónarhóli björgunarmannsins. Halla Ólafsdóttir slóst í för með Hermanni á Flateyri og ræddi einnig við Eirík Finn Greipsson og Guðlaugu Auðunsdóttur sem lentu í flóðinu, Hörpu Grímsdóttur hjá Snjóflóðasetrinu á Ísafirði og Kristínu Pétursdóttur íbúa á Flateyri.

Umsjón: Halla Ólafsdótir.

Viðmælendur: Hermann Þorsteinsson Eiríkur Finnur Greipsson Guðlaug Auðunsdóttir Harpa Grímsdóttir Kristín Pétursdóttir.

Tónlist: Ólafur Arnalds. Lagið Hands be still. Af plötunni For Now I am Winter.

Frumflutt

4. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Þættir

,