Sögur af landi: Endurlit

10. þáttur

Þáttur frá 28. nóvember 2015: Í þættinum er fjallað um íþróttaiðkun á landsbyggðinni. Hvaða máli skiptir búseta fyrir afreksfólk í íþróttum? Rætt er við Hafdísi Sigurðardóttur frjálsíþróttakonu. Litið er inn á fótboltaæfingu hjá Völsungi á Húsavík en þar var nýlega tekin í notkun nýr upphitaður völlur með gervigrasi en tilkoma hans hefur haft keðjuverkandi áhrif á æfingaðstöðu fyrir aðrar íþróttir í bænum. Mæðgur á Ísafirði ræða um kostnað við búa úti á landi en stunda keppnisíþrótt eins og körfubolta sem felur í sér talsvert af ferðalögum. Við lítum inn á Taekwondo æfingu á Egilstöðum.

Viðmælendur: Heiður Hallgrímsdóttir Birna Lárusdóttir Unnar Garðarson Hafdís Sigurðardóttir Xavier Rodriguez Francois Fons

Umsjónarmenn: Freyja Dögg Frímannsdóttir Aðrir umsjónarmenn: Ágúst Ólafsson, Halla Ólafsdóttir, Arnaldur Máni Finnsson og Dagur Gunnarsson

Frumflutt

8. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi: Endurlit

Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þættir

,