Rokkland

Pétur Ben - Uppáhalds jólalmúsík Jonna í Reykjavík Record Shop og Jimmy Cliff

Það er fyrsti í aðventu í dag og við verðum í aðventufötunum í seinni hluta Rokklands í dag heimsækjum Jonna í Reyjavík record Shop á Klapparstígnum og hann velur fyrir okkur 5 jólalög sem passa fyrir fyrsta í aðventu og heyra aðeins um búðina hans og hvað hann er gefa út líka.

Svo er það Pétur Ben og nýja platan hans sem heitir Painted Blue, þriðja sólóplatan hans á 19 árum.

Pétur hefur líka samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti td. Kvikmyndina Málmhaus og þáttaröðina Fangar og Pétur hlaut Edduverðlaun fyirr hvort tveggja.

Hann hefur unnið líka sem upptökustjóri útsetjari og gítarleikari fyrir hina og þessa - Nick Cave og Warren Ellis, Mugison, Efterklang, Oyama, Slowblow, Valdimar, Sóley, Amiina, Lay Low og Emiliönu Torrini og Bubba.

Svo minnumst við Jimmy Cliff sem lést síðasta mánudag 81 árs, en Jimmy Cliff er einn af merkisberum Reggí-tónlistarinnar og á stóran þátt í því fólk opnaði eyrun fyrir reggí-músíkinni frá Jamaíka.

Frumflutt

30. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,