Rokkland

Hildur Vala - Rock´n roll trip - Rokkland 30 ára

Hildur Vala er aðalgestur Rokklands í dag - hún hélt upp á 20 ára tónlistarafmæli með tónleikum í Salnum laugardaginn fyrir viku.

Það eru 20 ár síðan hún bar sigur úr býtum í annari Idol stjörnuleitinni og varð landsþekkt á augabragði.

Síðan eru liðin 20 ár - hún er vinna í fjórðu stóru plötunni og hún á líka fjögur börn sem komu í heiminn á þessum 20 árum. Hildur Vala er tónlistarkennari við FÍH í dag og hefur látið til sín taka í KÍTÓN. Það er um nóg tala.

Páll Óskar og Benni Hemm Hemm koma aðeins við sögu, líka Atli Þór Matthíasson sem fer í Rock´n roll trip á sumrin sem hann er allan veturinn undirbúa. Og svo eru 30 ára afmælistónleikar Rokklands í Hofi á Akureyri 1. nóvember - við skoðum það aðeins.

Frumflutt

14. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,