Rokkland

Palli & Benni og Alveg + Oyama í std. 12 + Bowie og Life on mars

Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum (Life on Mars eftir Bowie) sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. nóvember, en þar mun SinfoniaNord Todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum.

Við heyrum líka aðeins í hljómsveitinni Oyama sem er afskaplega fín hljómsveit sem gaf út plötuna Everyone Left fyrir tæpu ári. Oyama kom í sdt. 12 í vikunni og tók upp fjögur lög fyrir Rokkland sérstaklega og við heyrum tvö af þeim á eftir.

En mesta púðrið fer í þá Benna Hemm Hemm og Pál Óskar Hjálmtýsson sem sendu frá sér plötu á föstudaginn sem heitir Alveg og varð eiginlega til ALVEG óvart.

Þetta er áhugaverð plata og mikilvæg, hún á erindi við samtímann á margan hátt. Á plötunni eru þeir fjalla um ýmis mikilvæg málefni sem koma okkur öllum við og pakka þeim inn í sykursætt og huggulegt popp.

Frumflutt

28. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,