Rokkland

Vesen býr til hamingju (Mugison í Hallgrímskirkju í Saurbæ 7. desember 2024)

Mugison er maður dagsins í dag.

Hann hlaut Krókinn 2024 viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu, eiginlega fyrir tónleikaferð ársins.

5. apríl í fyrra hélt hann tónleika í Súðavíkurkirkju fyrstu tónleikarnir í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum í fyrra, Tónleikaröðina kláraði hann í Hallgrímskirkju í Reykjavík skömmu fyrir jól, þá búinn spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum á rétt um níu mánuðum sem er magnaður árangur og skemmtilegt uppátæki.

Mugison tók upp tónleika númer 97 í Hallgrímskirkju í Saurbæ, fyrir sig og Rás 2. Rokkland var á tónleikunum og tók Mugison tali fyrir og eftir tónleika. Við heyrum það og alla tónleikana í Rokklandi dagsins.

Frumflutt

23. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,