Rokkland

GG Blús, Dóra og Döðlurnar, Pétur Ben, Chris Cornell og Sleep Token

Dúettinn GG Glús var senda frá sér plötuna Make it right sem er önnur stóra platan þeirra og í raun einskonar systurplata plötunnar Punch sem kom út 2019.

GG Blús er tveggja manna blúshljómsveit skipuð þeim Gumma trommara og Gumma gítarleikara sem syngja báðir og svo eru þrjár konur gestir á plötunni, Brynhildur Oddsdóttir, Bryndís Ámundsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir. Þeir Gummi og Gummi koma í heimsókn í Rokkland.

Pétur Ben var með tónleika í Iðnó á fimmtudaginn en undanfarin 11 ár hefur hann eingöngu sent frá sér 2 frumsamnin lög, og það nýjasta; Painted blue pt. 2 kom út í vikunni. Pétur kemur í heimsókn.

Dóra og Döðlurnar kepptu í Músíktilraunum í ár í fjórða sinn. Þær ætluðu vinna, en það gekk ekki eftir. Þær sendu nýverið frá sér lagið Leyndarmál og eru spila hér og þar í sumar.

Þungarokkshljómsveitin Sleep Token frá London er leyndardómsfull og áhugaverð hljómsveit. Sleep Token var senda frá sér plötu númer fjögur og hún fór beina leið í toppsæti Breska vinsældalistans núna í vikunni. Við kynnumst Sleep Token aðeins í Rokklandi vikunnar og minnumst Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave, en hann lést þennan dag 18. Maí fyrir 8 árum.

Frumflutt

18. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,