Rokkland

Steinar Berg Ísleifsson

Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt sem er langt og umfangsmikið.

Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann var útgefandi sem gaf út plötur með flestum helstu stjörnum íslensks tónlistarlífs: Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Þú og ég, HLH flokkinn og Björgvin, Laddi, Start, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, Mezzoforte, Bubbi Morthens, Utangarðsmenn, Egó, Greifarnir, Todmobile, Nýdönsk, Sálin hans Jóns míns, Bjartmar Guðlaugsson, Stjórnin, Jet Black Joe, Maus, Bang Gang, Ragga Gröndal og svo framvegis. Steinar Berg er gestur Rokklands þessa vikuna.

Frumflutt

23. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,