Plata vikunnar

múm - History of Silence

History of Silence er áttunda plata múm. Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 þegar Gunnar Tynes og Örvar Smárason keyptu sér hljóðgervil á raðgreiðslum.

Núverandi liðsskipan, ásamt Gunnari og Örvari er: Gyða Valtýsdóttir, Samuli Kosminen, Róberta Andersen og Sigurlaug Gísladóttir. Hljómsveitarmeðlimir búa víða um Evrópu og er platan tekin upp á Ítalíu. Um þessar mundir er hljómsveitin á stóru tónleikaferðalagi sem byrjar í Bandaríkjunum og síðan Evrópu.

Frumflutt

15. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,