Silja Rós Ragnarsdóttir, tónlistarkona, leikkona og handritshöfundur, hefur frá 2017 sent frá sér nýmóðins sálartónlist og poppi. Hún hefur bakgrunn í djasssöng og lærði í tónlistarskóla FÍH og þaðan lá leiðin til ævintýra í Kaupmannahöfn og Los Angeles.
Fyrsta breiðskífa hennar, Silence, kom út árið 2017; önnur plata hennar, Stay Still, árið 2021; og ...letters from my past kom út 2. maí og inniheldur níu jözzuð popplög.
Á plötunni sótti Silja Rós innblástur frá gömlum dagbókum og skúffulögum og gaf gömlum ósögðum sögum nýtt líf. Platan er styrkt af Hljóðritasjóð, Stef, RÚV og Bylgjunni.
Silja Rós á plötu vikunnar á Rás 2 og mætti í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og ræddi við hana um nýju plötuna og ferilinn fram að þessu.
Frumflutt
5. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.