Plata vikunnar

Sigga Eyrún og Karl Olgeirs - Lúllabæ

Á þessari plötu eru frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau Sigga Eyrún hafa sungið fyrir börnin sín og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk.

Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs hafði lengi langað gera vögguvísuplötu. En þau ákváðu víkka hugtakið aðeins. Þetta eru vísu lög sem þau hafa sungið fyrir börnin sín í gegnum tíðina. En ekki endilega vögguvísur sem slíkar. Bara falleg og hugljúf lög héðan og þaðan. Lög úr söngleikjum og teiknimyndum, þjóðlög og klassísk sönglög. Svo er þarna áður óútgefið lag eftir Magga Eiríks sem gaf plötunni nafnið sitt; Lúllabæ. Og þrjú lög eftir Kalla Olgeirs. Þau fengu Togga Jóns með sér á kontrabassa og Lára Björk Hall syngur með þeim í einu lagi á plötunni.

Útgáfutónleikar verða 3. september í Salnum, Kópavogi.

Frumflutt

1. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,