Plata vikunnar

Meddi Sinn - Love After Death

Love after Death er sólóplata Þorsteins Einarssonar sem gjarnan er kenndur við Hjálma - Steini Hjálmur. Meddi er gælunafn sem hann og allir frændur hans bera - og einnig er nafnið orðaleikur sem hljómar eins og medicine.

Platan er hugguleg og sveiflast milli kántrís og söngvaskáldastíls. Umfjöllunarefnin eru allt frá einmanaleika og til samkenndar. Með Þorsteini leika þeir Ásgeir Trausti Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Steini settist niður með Margréti Erlu Maack og hlustuðu þau á plötuna saman.

Frumflutt

23. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,