Plata vikunnar

Amor Vincit Omnia - Brb babe

Rafpoppdúettinn Amor Vincit Omnia skipa Erla Hlín Guðmundsdóttir Jörgensen söngkona og Baldur Skúlason pródúsent. Þau kynntust í djasshljómfræði og lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu dansvænu rafpoppi, með maximalískum hljóðheimi samhliða persónulegum og óhefðbundum textum.

Plata þeirra brb babe var tekin upp í hljóðveri þeirra úti á Granda sem kallast jam house og heima hjá Baldri. Platan kom út í ágúst í fyrra og hefur vakið töluverða athygli en hún inniheldur fimm lög sem þeim fannst passa saman á fyrstu þröngskífu þeirra, þótt þau væru kannski ekki endilega öll úr sömu stefnu.

Margrét Erla Maack ræddi við Erlu Hlín og Baldur í hljóðstofu um ferillinn fram þessu og þröngskífu þeirra brb babe.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,