Endastöðin

Íbúð 10B, Takk Vigdís og hrekkjavaka

Endastöðin er á drungalegum nótum í dag. Við rifjum upp kvikmyndir sem hafa vakið hjá okkur óhug en ræðum líka um leikverk Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Íbúð 10B sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu, frumsýningu á Hamlet í kvöld, Takk Vigdís sem var á dagskrá RÚV í liðinni viku og spjöllum aðeins um notkun lyndistjákna, eða emojis sem kynslóðir eru ekki alveg sammála um. Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur eru þau Hákon Jóhannesson, Sigurþóra Bergsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

1. nóv. 2026
Endastöðin

Endastöðin

Rætt um menningarvikuna sem er líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Þættir

,