Í þessari Endastöð er í rauninni aðeins eitt til umfjöllunar, nýjar íslenskar heimildarmyndir. Við förum yfir allar myndirnar sem sýndar voru á hátíðinni og verjum mestum tíma í að ræða sigurmyndirnar tvær, Bóndinn og verksmiðjan, sem hlaut áhorfendaverðlaunin, og Paradís amatörsins sem hlaut verðlaun dómnefndar. Gestir Lóu Bjarkar Björnsdóttur eru fastagestir á hátíðinni, það eru þeir Ásgrímur Sverrisson hjá Klapptré og Gísli Einarsson í Nexus.
Frumflutt
13. júní 2025
Aðgengilegt til
14. júní 2026
Endastöðin
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.