Úr íslensku tónlistarlífi

Þáttur 27 af 100

Tónlistin í þættinum:

Preludio eftir Hector Ayala. Rúnar Þórisson leikur einleik á gítar.

(Útg. 2023 á plötunni Latin America).

Það mótlæti þankinn ber : fyrir 2 píanó (2009) eftir Þórð Magnússon. Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson.

Umritun á verki sem skrifað var beiðni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og frumflutt á tónleikum sveitarinnar í maí 2007 undir stjórn Rumon Gamba. Verkið var frumflutt í útgáfu fyrir 2 píanó á Myrkum músíkdögurm í janúar 2011.

(Útg. 2013 á plötunni La poesie : kammertónlist eftir Þórð Magnússon)

Kom vinur eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Ljóðið orti Vilborg Dagbjartsdóttir. Schola cantorum syngur, stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Hljóðritað í Hallgrímskirkju í september 2020.

Gloria all'Egitto úr óperunni Aida eftir Giuseppe Verdi. Karlakórinn Fóstbræður og Óperukórinn syngja, Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Garðar Cortes.

Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns, ljóðið orti Halla Eyjólfsdóttir. Eggert Stefánsson syngur, píanóleikari ókunnur. Hljóðritunin var gerð í Berlín árið 1927.

Aurtxo txikia úr Þremur baskneskum söngvum eftir Francisco Javier Jáuregui. Flytjendur eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran ásamt Raoncevalles Duo (Elena Jáuregui, fiðla ; Francisco Javier Jáuregui, gítar)

Hlíðin mín fríða, lag eftir Friedrich Ferdinand Flemming, ljóðið orti Jón Thoroddsen.

Flytjendur: Gadus Morhua (Björk Nielsdóttir, langspil ; Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokkselló, söngur ; Eyjólfur Eyjólfsson, söngur, þverflauta)

2023 - Stúdíóupptaka.

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,