Úr íslensku tónlistarlífi

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur nokkur verk.

Hljóðrit úr íslensku tónlistarlífi - Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur nokkur verk. Útvarpsþulur, Rakel Edda Guðmundsdóttir kynnir.

Tónlistin sem hljómar er eftirfarandi:

Jubilus II frá 1986, verk í þremur þáttum, fyrir einleiksbásúnu, blásara, slagverk og segulband, eftir Atla Heimi Sveinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar, einleikari á básúnu er Oddur Björnsson.

Che gelida manina, aría úr óperunni La Bohème eftir Giacomo Puccini (1895). Elmar Þór Gilbertsson tenór syngur með Sinfóníuhljómsveitinni, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg árið 2019.

Brennið þið vitar, lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Karlakórinn Fóstbræður syngur með Sinfóníuhljómsveitinni, Daníel Bjarnason stjórnar. Og enn er það Hljóðritun frá tónleikunum Klassíkinni okkar 2018.

Í höll Dofrakonungs eftir Edvard Grieg. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur í hljóðritun frá tónleikunum Klassíkinni okkar 2016. Stjórnandi er Daníel Bjarnason.

Sanctus úr Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (2003). Söngsveitin Fílharmónía syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran. Útsetninguna gerði Haraldur Vignir Sveinbjörnsson. Hljóðritunin er frá Klassíkinni okkar 2018.

Frumflutt

3. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,