Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi - Tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tónlistin í þættinum:

Strati (1993) eftir Hauk Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Páll P. Pálsson.

Nimrod (úr Enigma-tilbrigðunum, 1899) eftir Edward Elgar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Tónlistarsagan þín í Eldgorgarsal Hörpu, 2018.

Vökuró eftir Jórunni Viðar samið við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson útsetti. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur, Sinfóníuhjómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkinni okkar - Uppáhalds íslenskt, í Eldborgarsal Hörpu, 2018.

Alborada del gracioso (1905/1918) eftir Maurice Ravel. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Yan Pascal Tortelier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, 2017.

Sanctus úr Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt, í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.

Tilbrigði við frumsamið rímnalag eftir Árna Björnsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Olav Kielland. Hljóðritað 1968.

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,