Tónlistin í þættinum:
Strati (1993) eftir Hauk Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Páll P. Pálsson.
Nimrod (úr Enigma-tilbrigðunum, 1899) eftir Edward Elgar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Tónlistarsagan þín í Eldgorgarsal Hörpu, 2018.
Vökuró eftir Jórunni Viðar samið við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson útsetti. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur, Sinfóníuhjómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkinni okkar - Uppáhalds íslenskt, í Eldborgarsal Hörpu, 2018.
Alborada del gracioso (1905/1918) eftir Maurice Ravel. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Yan Pascal Tortelier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, 2017.
Sanctus úr Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt, í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.
Tilbrigði við frumsamið rímnalag eftir Árna Björnsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Olav Kielland. Hljóðritað 1968.