Í þættinum eru leikin hljóðrit úr safni útvarps af tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Verkin sem hljóma í þættinum:
Strati eftir Hauk Tómasson, stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson.
Ungverskur dans nr. 5 eftir Johannes Brahms. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritun gerð á tónleikunum Klassíkin okkar í Eldborg Hörpu árið 2016.
Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórarinsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Jón Þórarinsson útsetti. Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór syngur með hljómsveitinni, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritun frá tónleikunum Klassíkin okkar árið 2018.
Air úr hljómsveitarsvítu nr. 3 frá 1730 eftir Johann Sebastian Bach, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritun frá Klassíkinni okkar 2016.
Vökuró, eftir Jórunni Viðar við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Útsetninguna gerði Haraldur Vignir Sveinbjörnsson. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur með sveitinni, stjórnandi er Daníel Bjarnason Hljóðritun frá tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds Íslenskt, 2018.
Annar hluti verksins A Prayer to the Dynamo eftir Jóhann Jóhannsson, stjórnandi er Daníel Bjarnason. Útg. 2023.