Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi - Tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tónlistin í þættinum:

Enigma-tilbrigðin op. 36 eftir Edward Elgar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Yan Pascal Tortelier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu árið 2017.

Úr útsæ rísa Íslands fjöll eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hamrahlíðarkórinn, Gradualekór Langholtskirkja, félagar úr Graduale Nobili, Söngsveitin Fílharmónía og Karlakórinn Fóstbræður syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leikur. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.

Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal við ljóð Halldórs Laxness, útsetninguna gerði Hrafnkell Orri Egilsson. Þóra Einarsdóttir sópran syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,