Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi - Tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljóðrit úr íslensku tónlistarlífi - Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur nokkur verk. Útvarpsþulur, Rakel Edda Guðmundsdóttir kynnir.

Tónlistin sem hljómar er eftirfarandi:

Könnun frá 1971 eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið er í ellefu stuttum þáttum. Ingvar Jónasson leikur á einleik á víólu með Sinfóníuhjómsveit Íslands, en stjórnandi er Guðmundur Emilsson.

Þrælakórinn úr óperunni Nabucco, eftir Giuseppe Verdi, Va, pensiero. Kór Íslensku óperunnar, Óperukórinn í Reykjavík og Karlakór Kópavogs syngja með Sinfóníuhljómsveitinni. Daníel Bjarnason stýrir flutningi.

Sveitin milli sanda eftir Magnúsar Blöndal Jóhannsson, samið 1964 fyrir samnefnda kvikmynd Ósvalds Knudsen um Öræfasveit. Hrafnkell Orri Egilsson útsetti fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir sópran. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg 2018.

Valkyrjureiðin, úr óperunni Valkyrjunni eftir Richard Wagner. Hljóðritað 2016 á tónleikum í Eldborg.

Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gradualekórs Langholtskirkju og félaga úr Graduale Nobili. Hrafnkell Orri Egilsson útsetti en studdist við kórraddsetningu Marteins H. Friðrikssonar, Daníel Bjarnason stjórnar, en þetta var hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds Íslenskt, í Eldborg árið 2018.

Frumflutt

27. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,