Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Úr Íslensku tónlistarlífi.

Kynnir: Rakel Edda Guðmundsdóttir

Tónlistin í þættinum:

Eldur (1950), ballett eftir Jórunni Viðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Rumon Gamba.

Þættirnir ballettsins eru: Allegro molto - Sostenuto - Tempo giusto - Sosenuto - Quasi Tempo I, ma meno mosso - Presto

Hljóðritað Eldborg í Hörpu í júní 2022.

Frá draumi til draums eftir Jón Nordal. Nafn verksins og tilvitnanir í kaflaheitum eru sótt í kvæðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson. Eþos kvartettinn leikur.

Verkið er í þremur þáttum sem bera eftirfarandi heiti:

I. Andante sostenuto: Gildir ei einu um hið liðna?

II. Allegretto: Spunahljóð tómleikans

III. Adagio: Þvílíkt sem komið hausthljóð í vindinn

Plata: Íslenskir strengjakvartettar 2008

Tvö sönglög eftir Eyþór Stefánsson:

Ave María, textinn er latnesk Maríubæn, og Á vegamótum, lag við ljóð eftir Helga Konráðsson. Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Friðbjörn G. Jónsson syngja tvísöng og Guðrún Anna Kristinsdóttir leikur á píanó. Hljóðritun gerð í tilefni af sjötugsafmæli tónskáldsins, Eyþórs Stefánssonar, árið 1971.

Gamalt vers (1980) eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Textinn er gömul íslensk bæn.

Hljómeyki syngur, tónskáldið, Hjálmar H. Ragnarsson stýrir flutningi.

Söngur sveitastúlknanna úr óperunni Évgeni Ónegín eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Óperukórinn syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Garðar Cortes.

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Úr íslensku tónlistarlífi

Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Þættir

,