Síðustu misseri í Sumarmorgnum hefur hlustendum verið boðið á flakk með góðu fólki um allt land og síðast í gær fórum við á rúntinn með Rannveigu Garðarsdóttur um Reykjanesið - það var gaman. Í dag var ekki boðið upp á eiginlegt flakk en hlustendum var þó boðið að kíkja með niður í miðborg Reykjavíkur til þess að taka púls þar á mannlífinu. Hvernig hefur straumur ferðafólks verið í sumar þar og eru íslendingar líka duglegir að sækja miðborgina? Og hvar er betra að taka púlsinn en einmitt í plötubúðunum?
Við heimsóttum tvær plötubúðir og spurðum þá Jóhann Ágúst í Reykjavik Record shop annars vegar og hins vegar Lárus Jóhannesson í 12 tónum um heimsóknir ferðafólks og einnig var það auðvitað of freistandi að spyrja um landslagið í íslenskri tónlist í leiðinni. Hvað er fólk að kaupa í plötubúðunum? Rata unglingar í vínilplöturnar ... eða geisladiskana?
Og talandi um tónlistina, hér er lagalisti dagsins:
MÚGSEFJUN - Dag eftir dag
SALKA SÓL - Sólin og ég
GNARLS BARKLEY - Crazy
LAUFEY - Lover Girl
MOSES HIGHTOWER, FRIÐRIK DÓR - Bekkjarmót og jarðarfarir
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur
OYAMA - Cigarettes
SOMBR - Undressed
ÚLFUR ÚLFUR - Sumarið
THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic
UNA TORFA - Þú ert stormur
KATY PERRY, SNOOP DOGG - California gurls
THE HOUSEMARTINS - Happy Hour
EMMSJÉ GAUTI - Taka mig í gegn
LAY LOW - Brostinn strengur
CHAPPELL ROAN - Hot To Go!
THE CARDIGANS - Sick And Tired
JUSTIN BIEBER - Daisies
KIRIYAMA FAMILY - Pleasant ship
BLIND MELON - No rain