
Sumarmorgunn
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Það er ný rödd sem mætir hlustendum Rásar 2 á morgunútvarpstímanum. Kristján Freyr ætlar að fá að vakna með ykkur næstu vikurnar upp úr kl. 07 í Sumarmorgnum á Rás 2.
Það eru auðvitað hásumarvikurnar fram undan og okkar allra að njóta og því tilhlýðilegt að mæta hlustendum á léttum og ljúfum nótum og tónlist sem hæfir inn í daginn hverju sinni. Svo verður tæpt á helstu tíðindum, daðrað við dægurþrasið að einhverju leyti og hver dagur skoðaður í ljósi þess hvað okkur er boðið upp á í veðrinu blessuðu og hvers konar viðburðum.
Hljómsveitin TRPTYCH er gæluverkefni tónlistarmannsins Daníels Þorsteinssonar sem eitt sinn trommaði með Maus og var stofnmeðlimur Sometime svi eitthvað sé nefnt. Hann ásamt spúsu sinni Kolbrúnu Ýri Gunnarsdóttur og vinkonu þeirra Ingibjörgu Stefánsdóttur hafa upp á síðkastið boðið upp á tónleika, eða tónferðalög sem leita inn á við, og eru á leið á tónlistarhátíð í svissnesku ölpunum. Tríóið TRPTYCH kom í heimsókn og sögðu frá tónheilun og andlegum ferðalögum.
Þetta var tónlist þessa morguns:
HJÁLMAR - Það sýnir sig.
FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.
THE CARDIGANS - Carnival.
Haim - Down to be wrong.
KEANE - Everybody's Changing.
JÚNÍUS MEYVANT - Ástarsæla.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
LILY ALLEN - Smile.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
VÉDÍS - Blow My Mind.
ROXY MUSIC - Let's stick together.
EGILL S - Djúggedí Gúgg.
EMILÍANA TORRINI - Animal Games.
THE CORAL - In The Morning.
The Smiths - This Charming Man.
Royel Otis - Moody.
TRPTYCH - Spectrum Turns to White.
Birnir - Spurningar (ft. Páll Óskar).
R.E.M. - Shiny Happy People.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.