Unglingahljómsveitina Retro Stefson úr Austurbæjarskóla þekkja eflaust margir eftir að þau spruttu fram á sjónarsviðið, heilluðu og skreyttu íslenskt tónlistarlandslag upp úr árinu 2006 með með sínum dansvæna bræðingi. Hljómsveitin hafði legið í dvala um langa hríð þegar hún tróð upp í fyrra á Hlíðarenda fyrir stappfullu húsi. Og nú hafa þessir krakkar gefið það út að blása skuli til sannkallaðrar gleðisprengju í Valsheimilinu á Hlíðarenda í lok árs. Þeir Unnsteinn Manúel og Haraldur Ari kíktu í heimsókn eftir kl. 09:00 og sögðu okkur frá Síðasta sjéns og fleiru.
Við héldum svo áfram flakki okkar um landið og til þess að kynnast matseðlinum innan gæsalappa í hverjum landshluta. Við ferðumst þá um í huganum og fræðumst um gnægtarborð hvers landshluta þegar kemur að gullmolum í náttúrunni, viðburðum, matarmenningu og öllu öðru sem við viljum ekkimissa af á ferð okkar um landið. Við fengum spennandi hlaðborð frá Akureyri og norðurlandi eystra síðasta mánudag hjá honum Baldvini Esra, í fyrradag flökkuðum við um Austfirði í boði Þorbjargar Sandholt og nú húkkuðum við far með henni Önnsku Arndal um Vestfirði. Hún var á línunni hér rétt upp úr kl. 7:30.
Tónlistin var í anda þessa föstudags - fjörug með eindæmum:
Retro Stefson - Mama Angola.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
Blur - End of a century.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
Blanco, Benny, Gomez, Selena - Talk.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
Siggi Björns - Hafið eða fjöllin.
THE PRETENDERS - Brass In Pocket.
SYKUR - Svefneyjar.
COLDPLAY - Speed Of Sound.
Bríet - Wreck Me.
Harris, Calvin, Douglas, Clementine - Blessings.
Retro Stefson bræðurnir Unnsteinn og Haraldur með lagið Qween í lifandi flutningi
MONO TOWN - Peacemaker.
Rogers, Maggie - The Kill.
MICHAEL KIWANUKA - Beautiful Life.