• 00:29:49Karl Hallgrímsson flakkar um uppsveitir Árnessýslu
  • 01:04:16Náttúruspjöll með Þorkatli Heiðarssyni

Sumarmorgunn

Landshornaflakk um uppsveitir með Kalla Hallgríms og Náttúruspjöll Kela

Sumarmorgunn heilsar á mánudegi 14. júlí, þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum. Til hamingju þið öll. Við fylgjum hlustendum ljúflega inn í daginn með viðeigandi mánudagstónlist og áhugaverðu spjalli og komum víða við.

Við höldum áfram flakki okkar um landið og kynnumst öllu því helsta á völdum stöðum í hverjum landshluta. Við fórum í könnunarleiðangur með Karli Hallgrímssyni um uppsveitir Árnessýslu en Kalli er staddur á Flúðum. Við höfum fengið flakka með góðu fólki fram þessu, fengum hlaðborð frá Akureyri fyrir viku hjá honum Baldvini Esra, flökkuðum svo um Austfirði í boði Þorbjargar Sandholt og síðasta föstudag húkkuðum við far með Önnsku Arndal um hina heilögu þrenningu Vestfjarða. Það var afar forvitnilegt kíkja með Kalla Hallgríms á Suðurlandið eða uppsveitir Árness þar sem farið var um víðan völl.

Fyrir fáeinum dögum kynntum við hér inn dagskrárlið í Sumarmorgnum er kallaðist Náttúruspjöll með Kela en þá mætti í hljóðver Þorkell Heiðarsson sem er náttúru- og líffræðingur og ætlar hann heimsækja þáttinn í sumar og spjalla um náttúruna og dýrin. Keli hefur lengi starfað með dýrum og mönnum í Húsdýragarðinum og er hann formaður félags íslenskra náttúrufræðinga. Þorkell mætti í fyrstu með áhugaverðar sögur af lúsmýi og núna voru það slándi fregnir af mávum, aðallega þó Svartbakinum, Larus marinus, sem þýðir á latínu „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“. Hann virðist í útrýmingarhættu.

Svo var það tónlistin og þar hófst þetta allt með fuglum sem var eitt sinn í útrýmingarhættu en ekki lengur - því tegundin er útdauð.

Geirfuglarnir - Fyrirheitna landið.

Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.

Ágúst Elí Ásgeirsson - Megakjut.

GLASS ANIMALS - Heat Waves.

Young, Neil - Harvest moon.

Kinks - Sunny Afternoon.

KARL HALLGRÍMSSON - Tóm í skóm.

FLEETWOOD MAC - Landslide.

Hrekkjusvín - Sumardagurinn fyrsti.

Noah and the whale - 5 years time (radio edit).

KUSK - Sommar.

NIK KERSHAW - I Won't Let The Sun Go Down On Me.

Miley Cyrus - Flowers.

DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.

PETER GABRIEL - Sledgehammer.

Mars, Bruno, Rosé - APT..

Yeah Yeah Yeahs - Cheated hearts.

Frumflutt

14. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmorgunn

Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Þættir

,