Sumarmorgunn

Sögulegt sveitaball í Ögri, eldgos á Reykjanesi og flakkað með Grétu um Borgarfjörð

Við hófum leika á eldgosavakt þar sem gos hófst um kl. 04 þennan morguninn. Brynjólfur Þór Guðmundsson kom til okkar af fréttastofu og sagði hlustendum af öllum helstu tíðindum frá gosstöðvunum.

Því næst héldum við áfram landshornaflakkinu okkar sem við hófum í síðustu viku. Þar kynnumst öllu því helsta á völdum stöðum í hverjum landshluta, gullmola í náttúrunni, menningu og matarupplifanir og margt annað. Í dag fórum við í leiðangur með Grétu Sigríði Einarsdóttur um Vesturland, Borgarfjörð og nágrenni. Áður höfðum við flakkað um Norðurland eystra, Austfirði, Suðurland eða uppsveitir Árnessýslu og Vestfirði.

Árlegt sveitaball Ögri við Ísafjarðardjúp verður haldið á laugardaginn næsta, 19. júlí og stendur mikið til því haldið verður aldar afmæli Ögurballsins svokallaða. Ballið eru iðulega haldið í samkomuhúsinu í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Ein af þeim sem gegnir mikilvægu hlutverki í hátíðarhöldum ársins er Þórunn Snorradóttir en hún ásamt systur sinni, Helgu, er andlit Ögurballsins. Þórunn rak inn nefið ... eða andlit sitt inn í hljóðver í Efstaleiti áður en lagði af stað vestur í Djúp.

Frumflutt

16. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmorgunn

Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Þættir

,