Hér getið þið hlustað á Sumarmorgunn á Rás 2 í umsjá Kristjáns Freys sem vaknar síhress með hlustendum næstu vikurnar ... eða svona hæfilega hress. Fáir vilja hitta fyrir einhvern yfir sig hressan strax að morgni. Það er þó kominn föstudagur, fram hjá því verður ekki horft og umsjónarmaður mögulega í einhverjum yfirgír þegar líður á.
Ungir menn á uppleið ætla sér að leggja land undir fót á komandi dögum á amerískum Chevrolet Trailblazer og troða upp með vinum sínum í hljómsveitinni Spacestation en sveit þessi hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið og fór á dögunum á erlenda grundu til að kynna sit efni. Þeir Björgúlfur og Hafsteinn litu við rétt áður en þeir skrönsuðu af stað.
Dúettinn Possibillies mæta aftur til leiks eftir áratuga fjarveru og halda afmælistónleika í Bæjarbíói seinni hluta þessa árs en í ár eru 40 ár frá því að hljómplatan Mát kom út - en ýmsir þekkja smellinn Móðurást af þeirri plötu. Dúettinn skipa þeir Jón Ólafsson & Stefán Hjörleifsson sem flestir þekkja í dag sem meðlimi hljómsveitarinnar Nýdönsk. Stefán Hjörleifsson leit við og sagði hlustendum frá þessu rúmu 45 ára gömlu verkefni.
Svo var föstudagsfjör í tónlistinni:
TODMOBILE - Ég Geri Allt Sem Þú Villt.
BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.
THE THE - Slow emotion replay.
Ásdís - Touch Me.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
Royel Otis - Moody.
Spacestation - Fun Machine.
ROLLING STONES - She's a Rainbow.
Júlí Heiðar Halldórsson, Ragga Holm, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel.
PLÁHNETAN ÁSAMT EMILIÖNU TORRINI - Sæla.
JóiPé, Chase, Chase, JóiPé - Ég Vil Það.
STEALERS WHEEL - Stuck In The Middle With You.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
POSSIBILLIES OG STEFÁN HILMARSSON - Tunglið Mitt.
Possibillies - Móðurást.
PJ HARVEY - Good Fortune.
NO DOUBT - It?s My Life.