Sumarmorgunn

Náttúrubörn á Ströndum og nýr andsumarsmellur frá Úlfi Úlfi

Í Sumarmorgni dagsins heyrðum við í Dagrúnu Ósk Jónsdóttur náttúrubarni á Hólmavík. Það verður nefnilega líf og fjör á Sauðfjársetrinu í Sævangi næstu helgi þegar Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í níunda sinn. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem fer mestu fram utandyra og einkennist dagskráin af fjölbreyttri útivist, náttúrutúlkun, tónlist, listasmiðjum, fróðleik og fjöri fyrir náttúrubörn á öllum aldri.

Síðan á seinni klukkutímanum fengum við frumflutning á nýjum sumarsmelli ... eða hvort þetta verði kallaður eiginlegur andsumarsmellur en þar syngja skáldin „Sumarið það sveik mig, það rigndi eldi og brennisteini, við vorum frosin inn beini“ og þessar braglínur áttu svo sannarlega við hér í höfuðborginni og vestari hluta landsins. Það er dúettinn Úlfur Úlfur sem gaf út lagið Sumarið þennan þriðjudag og sögðu þeir Helgi Sæmundur og Arnar hlustendum frá laginu og hvað væri fram undan.

Þátturinn var því með fjörlegra móti og tónlistin var vonandi ekki skemma stemninguna:

SNIGLABANDIÐ - Í góðu skapi.

Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.

CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - Have you ever seen the rain.

JET BLACK JOE - I Know.

Royel Otis - Moody.

Helgi Björnsson - Kókos og engifer.

Laufey - Lover Girl.

Kaleo - Bloodline.

STEVIE WONDER, STEVIE WONDER - Sir Duke.

Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).

LEMONHEADS - It's About Time.

STJÓRNIN - Sumarlag.

ÉG - Sumarsmellur.

Úlfur Úlfur Hljómsveit - Sumarið.

CANDI STATON - Young hearts run free.

THE BLUETONES - Slight Return.

Frumflutt

8. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmorgunn

Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Þættir

,